Rýmingaráætlun Eskifjarðarskóla hefur verið uppfærð. Rýmingaráætlun kveður á um skýrar leiðir út úr skólanum, söfnunarstaði nemenda og hlutverk starfsfólks í neyðartilfellum. Nemendur og starfsfólks æfa viðbrögð árlega með brunaæfingu. Mikilvægt er að taka slíkar æfingar alvarlega og tryggja skipulögð viðbrögð ef eldur kemur upp.
Við hvetjum foreldra til að kynna sér rýmingaráætlunina og fara yfir ferlið með börnum sínum. Á heimasíðunni má nú finna stutt myndband sem útskýrir ferlið og hvernig rýming fer fram.
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is