Sameiginlegur fundur skólaráðs og nemendaráðs

Á fundinum byrjuðu nemendaráðsfulltrúar á því að kynna hvað nemendaráð hefur gert á skólaárinu og hvað er framundan. Síðan fóru þau yfir hvað mætti bæta í skólanum. Það sem stóð þar upp úr var hegðun í skólanum, tæknimál og ástand skólalóðarinnar.

Um skólaráð: Skv. 8. grein grunnskólalaga nr. 91/2008 á að starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð skal skipað átta einstaklingum til tveggja ára í senn auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs. Skólaráð fjallar m.a. um námskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið.

Hægt er að hafa samband við fulltrúa í ráðinu til þess að leggja mál fyrir það.