Skíðadagur 2021

Á skíðum skemmti ég mér tralalala.
Á skíðum skemmti ég mér tralalala.

Nemendur og starfsfólk Eskifjarðarskóla brugðu sér á skíði í Oddsskarði á föstudaginn í björtu og fallegu veðri.

Brunað var með rútum frá Tanna og bílstjórinn okkar Bjössi með aðra hönd á stýri. Margir fóru á skíði eða bretti en einnig voru margir sem þutu niður brekkurnar á sleðum og þotum. Á skíðadegi stíga margir nemendur sín fyrstu skref á skíðum og allir stóðu sig með prýði. Það var fullkomið skíðaveður og allir skemmtu sér vel.


Myndir frá skíðadeginum