Skólablaðið Bunan

Í upphafi annar valdi hópur unglinga greinina Skólablaðið. Markmið hópsins var að gefa út blað og nú er blaðið komið út.

Nemendurnir hafa verið að vinna að blaðinu alla önnina. Allt efni er samið, unnið eða aflað af þeim. Þar má finna viðtöl, greinar, teikningar, krossgátu, orðarugl og margt fleira. Blaðið er borið í öll hús á Eskfirði og nú eru nemendurnir að bera blöðin í hús, eitthvað er eftir en verður klárað á næstu dögum.

Á dögunum fengu krakkarnir heimsókn frá Gunnari Gunnarssyni, blaðamanni hjá Austurfrétt, sem sagði þeim frá sinni útgáfu. Hann tók einnig viðtal við krakkana sem má finna hér.

Til þess að sem flestir geti notið er blaðið hér í rafrænni útgáfu:

Rafrænt blað (ISSUU)

Blað til niðurhals (pdf)