Skólahald í dag 11. desember

SKÓLAR Í FJARÐABYGGÐ VERÐA OPNIR Í DAG
Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir mjög slæmu veðri á Austurlandi í dag. Gert er ráð fyrir miklum vindi, milli 20 og 30 metrum á sekúndu og einhverri ofankomu. Ekki er þó talin ástæða til að fella niður skólahald vegna þessa og munu allir skólar Fjarðabyggðar verða opnir. Foreldrar eru beðnir um að meta það hvort þeir senda börn sín í skólann eða ekki.