Skólahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Orri Páll, Hulda Lind og Fjóla Guðrún
Orri Páll, Hulda Lind og Fjóla Guðrún

Við héldum glæsilega hátíð með nemendum 7. bekkjar þar sem valdir voru þrír fulltrúar bekkjarins til að taka þátt í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar. Nemendur vor mjög vel undirbúnir fyrir hátíðina af Jóhönnu Guðnadóttur umsjónarkennara sínum. Við fengum marga gesti í salinn sem fylgdust vel með fallegum upplestri barnanna. Þeir nemendur sem valdir voru sem fulltrúar bekkjarins á Lokahátíð keppninnar voru þau Fjóla Guðrún Sigurjónsdóttir, Hulda Lind Sævarsdóttir og Orri Páll Pálsson. Við óskum þeim til hamingju með glæsilegan árangur sem og öðrum keppendum sem stóðu sig afburða vel. Það skemmdi svo ekki fyrir að foreldrar barnanna buðu til glæsilegrar kaffiveislu í tilefni dagsins.