Skólahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Hekla Bjartey, María Rún, Róbert Darri, Margeir, Magnús og Klara Lind
Hekla Bjartey, María Rún, Róbert Darri, Margeir, Magnús og Klara Lind

 

Í dag var haldin skólahátíð þar sem nemendur 7. bekkjar æfðu sig í upplestri fyrir foreldra og kennara í sal skólans. Nemendur stóðu sig  með eindæmum vel og mega þeir vera stoltir af frammistöðu sinni. Það hefur verið einstaklega gaman að fylgjast með miklum framförum nemenda í framsögn og framkomu og óhætt er að segja að margir sætir sigrar hafi unnist  með þátttökunni því hugrekki og öryggi nemenda við að koma fram hefur einnig aukist til muna. Þó svo að aðeins þrír hafi verið valdir til áframhaldandi þátttöku má segja að sigurvegararnir hafi verið mun fleiri.

Til hamingju nemendur í  7. bekk með glæsilega frammistöðu.

Við óskum Róberti Darra, Maríu Rún og Heklu Bjartey ásamt varamönnum þeirra Margeiri, Magnúsi og Klöru Lind innilega til hamingju og óskum þeim jafnframt góðs gengis í í aðalkeppninni í lok mars.