Í dag var haldið Skólahlaup í fallegu haustveðri. Það var frábær stemning undir stjórn Halldórs íþróttakennara. Hlaupið byrjaði á körfuboltavellinum, yfir Lambeyrará, niður Túngötu og framhjá Sjóminjasafninu. Nemendur höfðu 30 mínútur til þess að fara eins marga hringi og þau gátu fyrir bekkinn sinn og einnig fyrir skólann. Nemendur voru hvattir til að taka þátt á sínum forsendum, hvort sem það er að labba, skokka eða hlaupa, allt eftir eigin getu.
Það var mikil spenna hjá krökkunum en gleðin tók öll völd en keppnisskapið var ekki langt undan. Nemendur 10. bekkjar stóðu uppi sem sigurvegarar að þessu sinni en þeir fengu verðuga keppni frá hinum bekkjunum. 10. bekkur fengu aukaverðlaun fyrir að vera öll klædd í rauðu. 5. bekkur stóðu uppi sem sigurvegarar á yngsta stigi. 4. bekkur stóðu sig mjög vel fengu hvatningarverðlaun. Nemendur í 1. bekk voru að fara sinn fyrsta hring og fengu skólabangsa í verðlaun.
Markmið skólans var að bæta skólametið sem voru 481 hringir. Samtals hlupu allir bekkir 529 hringi. Róbert Darri og Nói hlupu báðir 8 km eða 8 hringi. Þeir fengu Meistarabikarinn en hann hreppir sá sem hleypur flestu hringina. Við þökkum foreldrum fyrir að koma og hvetja krakkana áfram.
Hægt er að skoða myndir frá skólahlaupinu hér.
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is