Skóli lokaður á morgun miðvikudag

Góðan dag foreldrar og aðrir forráðamenn
Talsverður fjöldi smita hefur greinst í Eskifjarðarskóla síðustu daga, og dreifing smita er víða um skólann. Vegna þessa hefur verið ákveðið að Eskifjarðarskóli verði lokaður á morgun miðvikudaginn 12.1.2022. Starfsmenn og nemendur í skólanum eru hvattir til að mæta í sýnatöku á Heilsugæsluna á Reyðarfirði á morgun milli kl. 9 - 11:00. Athugið að þeir sem þegar hafa fengið COVID eða eru núþegar í sóttkví þurfa ekki að mæta í sýnatöku. Stefnt er að því að kennsla hefjist að nýju í Eskifjarðarskóla kl. 10:00 á fimmtudagsmorgun, þegar niðurstaða þessarar sýnatöku liggur fyrir og rakning hefur átt sér stað. Nánari tilkynningar varðandi það verða sendar þegar þær liggja fyrir.

Smit hafa einnig verið að greinast í öðrum byggðakjörnum Fjarðabyggðar síðustu daga, en dreifing þeirra innan annarra skólastofnana er ekki eins mikil, og því þarf ekki að loka öðrum skólastofnunum í Fjarðabyggð eins og staðan er núna. Íbúar sem finna til einkenna eða telja sig hafa verið í samskiptum við smitaðan einstakling eru hvattir til að mæta í sýnatöku.

Með kveðju úr skólanum
Sigrún og Jóhanna