Smíðanemendur gefa jólasveina

Nemendur í smíði, sem nýlega gáfu spil sem þeir höfðu smíðað, gáfu nú nýja gjöf. Þeir smíðuðu og máluðu 10 jólasveina, einn fyrir hvern bekk. Í dag, að framkvæmdum loknum, fóru þeir og færðu bekkjunum sveinana. Var mikil gleði og ánægja með gjöfina.

Á myndinni má sjá nemendurna og jólasveinana.