Söngstund

Í morgun hófu nemendur skólans og Snillingadeildar daginn á söngstund inn í sal. Nemendur tóku hraustlega undir í söngstundinni og sungu lögin: Eitt lag enn, Enga fordóma, Fyrr var oft í koti, Lagið sem er bannað og Þetta er nóg. Það var þó greinilegt að margir voru tilbúnir að syngja aðeins lengur en það verður að bíða til næstu söngstundar sem verður næsta miðvikudag.