Í dag var spurningakeppni Eskifjarðarskóla haldin á mið- og elsta stigi. Nemendaráðið sá um allt skipulag á keppninni og stóðu sig gífurlega vel. Það var hiti og mikil spenna í leiknum - svo mikil að hitinn fór af bænum á meðan. Það voru lið frá hverjum bekk og hinir nemendur peppuðu liðin til dáða. Á elsta stigi stóð lið 10. bekkjar uppi sem sigurvegarar og 7. bekkingar sigruðu keppnina á miðstigi en bæði lið fengu verðuga keppni frá hinum liðunum.
Það er allir sammála um þessi spurningakeppni hefði tekist með afbrigðum vel og krafan hávær að endurtaka hana sem fyrst.
|
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is