Stærðfræði fjör í 5.bekk

Nemendur 5.bekkjar eru að æfa sig í margföldun þessa dagana.

Þá er tilvalið að læra í gegnum leik.

Við spilum í tveggja manna liðum. Hvert námspar er með tvo tenginga og eitt spjald. Námsparið skiptist á að kasta tengingunum og margfalda tölurnar sem upp koma. Ef svarið er á þeirra spjaldi setja þeir kubb á spjaldið sitt. Sá sem fyrst fyllir sitt spjald vinnur og fær næsta spjald. Spjöldin eru fjögur (gul, rauð, græn og blá) og markmiðið er að klára öll spjöldin. Við vinnum áfram með þetta verkefni næsta fimmtudag. 

 

Smelltu hér til að skoða myndir af fjörinu: Stærðfræði fjör í 5.bekk