Starfsdagur í leik- og grunnskólum Fjarðabyggðar mánudaginn 16. mars
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið.
Sveitarfélagið Fjarðabyggð vinnur nú að skipulagningu skóla- og frístundastarfs miðað við ofangreindar ákvarðanir.
Samband Íslenskra sveitarfélaga hefur mælst til þess að öll sveitarfélög fylgi þessu fordæmi og hafi starfsdag í skólum á mánudaginn. Vegna þess hefur Fjarðabyggð ákveðið að mánudagurinn 16. mars verði starfsdagur í leik- og grunn- og tónlistarskólum Fjarðabyggðar, ásamt frístundarheimilum til þess að stjórnendur og starfsmenn geti skipulagt fagstarfið sem best á þessu tímabili sem takmörkunin nær til.
Foreldrar/forráðamenn leik- og grunnskólabarna eru beðnir um fylgjast vel með upplýsingum sem birtast munu um helgina og á mánudaginn m.a. á heimasíðum sveitarfélagsins og á heimasíðum grunn- og leikskóla.
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 476 1355 Netfang: esk@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi nemenda: 476 1355/ hronn@skolar.fjardabyggd.is