Stóra upplestrarkeppnin

Fjóla Guðrún, Hulda Lind og Orri Páll fulltrúar Eskifjarðarskóla í Stóru upplestrarkeppninni.
Fjóla Guðrún, Hulda Lind og Orri Páll fulltrúar Eskifjarðarskóla í Stóru upplestrarkeppninni.

Þriðjudaginn 29. september fór Héraðshátíð Stóru upplestrarkeppninnar fram í safnaðarheimilinu Reyðarfjarðarkirkju. Keppnina átti að halda í vor en vegna COVID-19 var henni frestað. Eskifjarðarskóli hélt forkeppni í vor og voru þau Orri Páll, Hulda Lind og Fjóla Guðrún valin sem fulltrúar skólans. 

Að þessu sinni voru skáld keppninnar þeir Birkir Blær Ingólfsson og Jón úr Vör. Lesið var í þremur umferðum í fyrstu umferð fluttu þátttakendur svipmynd úr bók Birkis, Stormsker - fólkið sem fangaði vindinn. Í annarri umferð voru lesin ljóð eftir Jón úr Vör og í þriðju og síðustu valdi hver flytjandi sér ljóð til flutnings.

Að venju voru nemendur sér og skólum sínum til mikils sóma þennan dag og dómarar hafa ekki verið öfundsverðir af því hlutskipti sínu að velja í verðlaunasætin. Orri Páll lenti í öðru sæti keppninnar í ár og allir krakkarnir stóðu sig mjög vel.  Ástæða er til að þakka Orra, Fjólu og Huldu ásamt Frissa kennara þeirra fyrir frábæran undirbúning og æfingar sem skiluðu sér í vönduðum og góðum flutningi.

Sigurvegarar Stóru upplestrarkeppninnar 2020 eru:

  • Elín Eik Guðjónsdóttir, Grunnskóli Reyðarfjarðar, 1. sæti

  • Orri Páll Pálsson, Eskifjarðarskóli, 2. sæti