Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin var haldin hátíðleg þriðjudaginn 16. mars í safnaðarheimilinu á Reyðarfirði. Keppendur voru 12 talsins úr öllum grunnskólum Fjarðabyggðar. Fyrir hönd Eskifjarðarskóla og 7. bekkjar kepptu þau Jón Pétur Briem Gíslason og Ásdís Olsen Eðvaldsdóttir og er skemmst frá því að segja að þau hrepptu tvö efstu sætin í keppninni. Jón Pétur var í fyrsta sæti og Ásdís í öðru sæti og óskum við þeim innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.