Stóra upplestrarkeppnin í Fjarðabyggð

Keppendur Eskifjarðarskóla í Stóru upplestrarkeppninni 2022 Katrín María Jónsdóttir og Salóme Una Ar…
Keppendur Eskifjarðarskóla í Stóru upplestrarkeppninni 2022 Katrín María Jónsdóttir og Salóme Una Aradóttir

 

Fimmtudaginn 31. mars var Stóra upplestarkeppnin haldin í safnaðarheimilinu á Reyðarfirði, voru þar að keppa fulltrúar frá öllum skólum Fjarðabyggðar. Fyrir hönd Eskifjarðarskóla kepptu þær Katrín María Jónsdóttir og Salóme Una Aradóttir og stóðu þær sig báðar með mikilli prýði. Katrín María hlaut önnur verðlaun keppninnar og óskum við henni innilega til hamingju. 

 

Hér eru nokkrar myndir með texta sem Hrönn ritari bjó til og hengdi upp á fréttavegginn okkar.