Sundáskorun í nóvember

Sundáskorun í nóvember

Nemendur Eskifjarðarskóla hafa synt af krafti í nóvember! Í fjórum sundtímum var skráð hversu langt hver hópur og hver nemandi synti, og reiknað út meðaltal fyrir hvern bekk.

Markmið áskorunarinnar er að ná 100 kílómetrum samtals, og nú þegar hafa krakkarnir synt 36 kílómetra og 800 metra.

Hér má sjá árangur hvers bekkjar:

  • 5. bekkur: 498 m að meðaltali / samtals 8.475 m

  • 6. bekkur: 640 m að meðaltali / samtals 6.400 m

  • 7. bekkur: 580 m að meðaltali / samtals 5.225 m

  • 8. bekkur: 400 m að meðaltali / samtals 2.400 m

  • 9. bekkur: 944 m að meðaltali / samtals 8.500 m

  • 10. bekkur: 414 m að meðaltali / samtals 5.800 m

100 km markmiðið er sannarlega í sjónmáli!  Áfram Eskifjarðarskóli! 🩵🏊‍♂️💦