Svefn

Svefn er öllum afar nauðsynlegur. Í svefninum hvílist líkaminn og taugakerfið endurnærist. Ef svefn hefur verið lítill skerðist andleg geta manna. Þetta á við um alla sama á hvaða aldri þeir eru. Nú nýlega var birt rannsókn varðandi svefn þar sem kom í ljós að aðeins 20% unglinga ná lágmarkssvefni. Það er því augljóst að mörg barnanna í kringum okkur ná ekki viðmiðunarsvefnlengd. Til þess að þeim gangi sem best í lífinu er svefn eitt af grundvallaratriðunum.

Börn á aldrinum 6 til 12 ára þurfa a.m.k. tíu klukkutíma svefn á hverri nóttu til að vera vel hvíld og tilbúin í daginn.

Svefnþörf unglinga á aldrinum 13-18 ára er einstaklingsbundin en þeir þurfa 8 til 10 klukkustunda svefn yfir nóttina. 8 er því algjört lágmark.

Við hvetjum ykkur til þess að huga vel að svefni barnanna ykkar.

Frekari upplýsingar má finna hér.