Dagana 9. og 10. október voru haldnir skemmtilegir þemadagar í Eskifjarðarskóla. Þemað að þessu sinni var Eskifjörður og Ísland.
Allir nemendur skólans byrjuðu báða dagana á söngstund þar sem sungin voru íslensk lög og lög sem tengjast Eskifirði.
Nemendur á öllum stigum unnu að fjölbreyttum verkefnum sem tengdust firði, landi og þjóð.
Á yngsta stigi var lögð áhersla á Ísland, og lærðu nemendur meðal annars um þjóðfánann, landvættina, þjóðarblómið og þjóðsönginn.
Á miðstigi tóku nemendur þátt í fjölbreyttum smiðjum sem tengdust bæði landinu og Eskifirði, en á elsta stigi var sjónum beint að einkennum og sögu heimabyggðar.
Í skólanum hefur skapast skemmtileg hefð fyrir því að spila Olsen Olsen saman árlega á uppbrotsdögum. Þemadögunum lauk á spilastund þar sem eldri nemendur spiluðu á móti þeim yngri.
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is