Þemadagur 30. október

Hressir nemendur í frímínútum.
Hressir nemendur í frímínútum.

Við ætlum að vinna með gildi skólans á þemadegi, miðvikudaginn 30. október. Við römmum gildin okkar inn með orðunum -Virðing - Færni - Þekking - Áræði. Með þessi orð að leiðarljósi römmum við inn skólastarfið okkar. Nemendur vinna þennan dag í smiðjum og í lok dagsins bjóðum við foreldrum að njóta afraksturs dagsins en fljótlega eftir kl. 13:00 söfnumst við saman í sal skólans þar sem við njótum þess sem smiðjurnar buðu upp á.