Þorrablót 1. - 5. bekkjar

Fyrstu bekkingar stíga á stokk.
Fyrstu bekkingar stíga á stokk.

Þorrablót 1. - 5. bekkjar var haldið föstudaginn 31. janúar og gekk mjög vel. Nemendur mættu í sínu fínasta pússi og borðuðu saman þorramatinn með bestu lyst. Hver bekkur kom síðan með atriði frá sér og vel var tekið undir í fjöldasöngnum. Þetta var skemmtileg stund og krakkarnir stóðu sig með sóma að halda uppi merkjum Þorra karlsins.