Þorrablót 1. til 5. bekkjar 2021

Þorrablót 2021
Þorrablót 2021

Þorrablótið hjá 1. til 5. bekk var haldið fimmtudaginn 28. janúar. Nemendur komu saman á sal og borðuðu hangikjöt með öllu tilheyrandi, síðan var hver bekkur með sitt skemmtiatriði og þess á milli var sungið og trallað í fjöldasöng. Áttu nemendur þarna saman skemmtilega stund.