Útskrift

Hefð samkvæmt sjá foreldrar útskriftarnema um veitingar meðan á athöfninni stendur. Þau höfðu töfrað fram dásamlega kjúklingasúpu sem var síðan borin fram af nemendum í 9. bekk og foreldrum þeirra. Einnig voru kökur í eftirrétt.

Athöfnin hófst á því að Hildur, umsjónarkennari bekkjarins, kynnti hvern og einn nemanda, sýndi af þeim myndir og myndbönd og fékk þau síðan til að koma upp og lesa ljóð sem þau sömdu þegar þau voru í 7. bekk. Vakti þetta mikla kátínu. Að þessu loknu voru nemendur útskrifaðir, veittar voru viðurkenningar og Birgir Jónsson, skólastjóri, flutti sína fyrstu útskriftarræðu sem má finna hér að neðan.

Viðurkenningar fengu Svanhildur Sól Sigurbjarnardóttir fyrir góðan árangur í dönsku og þau Svanhildur, Sunneva María Pétursdóttir og Adam Ingi Guðlaugsson fyrir frumkvæði í félagsstörfum.

Virkilega góð og notalega stund með nemendum, aðstandendum þeirra og starfsmönnum.

Útskriftarræða (PDF).