Útskrift 10. bekkjar 3. júní 2024

Nemendur 10. bekkjar útskrifuðust við hátíðlega athöfn 3. júní.

Athöfnin var góð skemmtun. 

Sýnd voru gömul vorskemmtunaratriði frá fyrri árum nemendanna í skólanum, Nemendur sungu lag fyrir gesti, héldu erindi og sýndu myndbönd tengd skólagöngu sinni.

Boðið var upp á hlaðborð af góðum mat og kökum. 

Við óskum nemendum velfarnaðar í nýjum verkefnum í haust.

Það verður gaman að fylgjast með þeim í lífi og starfi í framtíðinni. 

Árgangur 2008 - útskrift 3.júní 2024