Vélmenna bardagi

Fimmtudaginn 21. október fjölmenntu nemendur skólans í íþróttahúsið og fylgdust með grannaslag 5. og 6. bekkjar í vélmenna bardaga. Það var mikil stemnning hjá krökkunum þegar fyrsti vélmenna bardagi skólans fór fram. Undanfarnar vikur hafa nemendur á miðstigi hannað vélmenni úr fjölbreyttum efnivið og lært á Sphero-kúlur í forritun. Markmið leiksins er að stjórna vélmenninu með kúlu og reyna að sprengja blöðru andstæðingsins.

Árið 2018 gaf Eskja skólanum Sphero-kúlurnar til að styðja við tæknikennslu í skólanum. Sphero-kúlurnar hafa verið notaðar í fjölbreyttum verkefnum í skólanum t.d. reikistjörnur

Sjá Eskja styður skólann við tæknikennslu

Það eru allir sammála um þessi vélmennabardagi hefði tekist með afbrigðum vel og er hávær krafa um að endurtaka hann sem fyrst.

 

Myndir frá vélmenna bardaganum og Olsen Olsen degi

.