Vordagar og útskrift 1.-9. bekkjar

Nú er nemendadögum í Eskifjarðarskóla lokið. 

Seinustu daga hafa verið Vordagar hjá okkur sem hafa verið með örlitlu breyttu sniði en fyrst var áætlað vegna veðurs.

Í dag afhentu umsjónarkennarar 1.-9. bekkjar vitnisburðarblöð í hátíðarsal skólans. 2. bekkur söng fyrir hópinn og 10. bekkur afhenti gjöf til skólans. 

Hér er hægt að skoða myndir frá vordögum.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af 1.-9. bekk frá athöfninni í hátíðarsalnum. 

1.bekkur skólaárið 2023-2024 ásamt umsjónarkennara Petru Jóhönnu Vignisdóttur

2.bekkur skólaárið 2023-2024

3.bekkur skólaárið 2023-2024 ásamt umsjónarkennara sínum Guðnýju Margréti Bjarnadóttur

4.bekkur skólaárið 2023-2024 ásamt umsjónarkennara sínum Joanna Katarzyna Mrowiec

5.bekkur skólaárið 2023-2024 ásamt umsjónarkennara sínum Arndísi Báru Pétursdóttur

6. og 7.bekkur skólaárið 2023-2024 ásamt umsjónarkennurum sínum Mörtu Magdalena Baginska og Sonju Einarsdóttur

8.bekkur skólaárið 2023-2024 ásamt umsjónarkennara sínum Heiðari Högna Guðnasyni

9.bekkur skólaárið 2023-2024 ásamt umsjónarkennara sínum Heiði Dögg Vilhjálmsdóttur

 

2.bekkur syngur

Sigrún skólastjóri tekur við gjöf frá Ollu (fyrir hönd foreldra árgangs 2008)

 

Við þökkum fyrir veturinn og hlökkum til að sjá nemendur í skólabyrjun í ágúst næstkomandi. 

Starfsfólk Eskifjarðarskóla