Sæl öll,
Dagana 9. - 10. október eru þemadagar í Eskifjarðarskóla. Þemað að þessu sinni er: Ísland og Eskifjörður. Þetta eru uppbrotsdagar og er ekki hefðbundin kennsla þessa daga. Nemendur mæta í skólann kl. 08:10 og skóladegi lýkur 13:10. Dvölin verður á sínum stað.
Fimmtudagur 9. október
Allir nemendur skólans sameinast í söngstund í byrjun dags sem er tileinkuð íslenskum lögum og lögum frá Eskifirði.
Yngsta stig 1. - 4. bekkur
Nemendur á yngsta stigi vinna að fjölbreyttum viðfangsefnum sem tengjast landi og þjóð t.d. þjóðfánanum, þjóðsöngnum og þjóðarblóminu.
Miðstig 5. - 7. bekkur
Nemendur á miðstigi nýta daginn í fjölbreyttum smiðjum þar sem skoðað verður einkenni og sögu heimabyggðar og enda daginn á vettvangsferð.
Elsta stig 8. - 10. bekkur
Nemendur á elsta stigi læra um einkenni og sögu Eskifjarðar, fá kynningu frá Endó samtökunum, fara í rútuferð um bæinn með leiðsögn og endað daginn á fjöri.
Föstudagur 10. október
Allir nemendur skólans sameinast í söngstund í byrjun dags sem er tileinkuð íslenskum lögum og lögum frá Eskifirði. Í skólanum hefur skapast hefð fyrir að spila Olsen Olsen saman árlega og á uppbrotsdögum. Við endum þemadagana á spilastund þar sem eldri nemendur spila á móti yngri nemendu skólans.
Yngsta stig 1. - 4. bekkur
Nemendur á yngsta stigi vinna að fjölbreyttum viðfangsefnum sem tengjast landi og þjóð t.d. matarmenningu, dýrum og skjaldamerkinu.
Miðstig 5. - 7. bekkur
Nemendur á miðstigi nýta daginn í fjölbreyttum smiðjum sem tengjast Íslandi m.a. eldfjöllum, eyjum, matarmenningu og tungumálinu.
Elsta stig 8. - 10. bekkur
Nemendur á elsta stigi vinna í fjölbreyttum smiðjum sem tengjast Eskifirði og fara í snákaspil um Eskifjörð.

