Skólahald, breytingar vegna breyttra aðstæðna

Fyrirkomulag skólastarfs í Eskifjarðarskóla í samkomubanni

Grunnskólum er heimilt, samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga, að halda uppi skólastarfi í skólabyggingum að þeim skilyrðum uppfylltum að ekki séu fleiri en 20 nemendur í kennslu í sömu stofu og að nemendur blandist ekki milli hópa, s.s. í mötuneyti eða frímínútum. Jafnframt skulu gerðar ráðstafanir til að þrífa eða sótthreinsa byggingar eftir hvern dag.

Þetta felur í sér meðal annars að:

• Nemendur í hverri stofu skulu ekki vera fleiri en 20 – en auk þeirra eiga viðeigandi starfsmenn skóla að vera í sömu stofu. Nemendur verða aðeins í sínum stofum, sérgreinakennarar nota stofu þeirra líka.

Matsalnum verður skipt upp þannig að henti hverjum bekkjarhópi. Fyllsta hreinlætis verður gætt. Frímínútnagæslu verður þrískipt út á skólalóð þannig að hópar blandist ekki.

•  Íþróttaföt og sundfatnaður er óþarfur, engin formleg íþróttakennsla verður. Íþróttakennari skipuleggur nám í skólastofu hvers hóps eða nýtir gott veður til útiveru. Klæðum börnin vel, í góðu samræmi við veður.

* Bann er lagt við búðarferðum nemenda. Nemendur skulu hafa með sér nesti í skólann. Einnig eiga þeir nemendur sem ekki eru í hádegismat að hafa með sér mat til að snæða í hádeginu með bekknum sínum.

  • Við biðjum foreldra að senda börn sín með vatn í  vatnsbrúsa í skólann. Barnið hefur það vatn á borði sínu en tekur brúsann svo aftur með heima að skóladegi loknum og kemur með hann vatnsfylltan aftur að morgni. Við gefum börnum vatn með hádegismatnum.
  • Nauðsynlegt er að foreldrar noti sleppistæði neðan skólans eða við Valhöll. Þetta á einnig við foreldra elstu bekkja, þeir eru sérstaklega beðnir að nota sleppistæðin og börn þeirra ganga svo upp með skólanum og nota inngang á norðurhlið.
  • Okkur er uppálagt að hafa hreinlæti og handþvott í hávegum. Við hvetjum foreldra líka að brýna nauðsyn á þrifnaði fyrir börnunum.

Nauðsynlegt er að takmarka að hópar hittist og því er farið í það að taka á móti nemendum á mismunandi tímum á tveimur stöðum í skólanum. Biðjum við foreldra að aðstoða okkur við að halda eftirfarandi tímasetningar sem best og sjá til þess að börn þeirra mæti á settum tímum.

Mæting nemenda og staðsetning er sem hér segir:

bekkir

Inngangur

Mæting í skólann

1

Aðal inngangur

7:50-8:00

2

Aðal inngangur

7:50-8:00

3

Aðal inngangur

7:50-8:00

4

Aðal inngangur

7:50-8:00

5

Aðal inngangur

8:10-8:20

6

Aðal inngangur

8:10-8:20

7

Aðal inngangur

8:10-8:20

8

Starfsmanna

8:20-8:30

9

Starfsmanna

8:20-8:30

10

Starfsmanna

8:20-8:30

 

Eins og sjá má er mæting á mismunandi tíma en ef systkini eru að koma á sama tíma í skólann er það í lagi svo lengi sem þau fara beint í sína heimastofu.

Eðlilega mun stundaskrá eitthvað raskast. Það verður allt kennt í heimastofum, verk- og listgreinar, íþróttir og valgreinar líka. Það verður einhver uppstokkun á þeim tímum þar sem ekki er hægt að kenna í verk- og listgreinastofum.

Veikindi og leyfi frá skóla: 

• Þurfi barn að vera heima er mikilvægt að forráðamenn setji sig í samband við skólann svo umsjónarkennari geti skipulagt nám viðkomandi barns í samráði við forráðamenn. Foreldrar bera ábyrgð á námi barna sinna ef sótt er um leyfi fyrir þau.

• Sýni nemandi einkenni sem líkjast sjúkdómseinkennum sem tengjast kórónaveirunni skal hann ekki sækja skóla og foreldrar vera í samráði við heilbrigðisyfirvöld um dvöl þeirra heima (sími 1700). Algengustu einkennin eru hiti, hósti, þreyta, vöðva-, bein- eða höfuðverkur.

 Vinnuskipulag í Dvölinni

• Aðstaða í Dvölinni er breytt og felur það í sér að hver bekkur þarf að vera sér og því er búið að skipta upp svæðinu á Dvölinni þar sem hver bekkur á sína stöð sem enginn annar notar. Þetta getur verið kerfjandi og íþyngjandi fyrir börnin þrátt fyrir að reynt verði að brjóta upp daginn á sem fjölbreyttastan hátt. Af þessum sökum eru þeir forráðamenn sem hafa tök á beðnir um að sækja börn sín fyrr.

• Þeir forráðamenn sem hyggjast sækja börn sín fyrr eru beðnir um að hafa samband við Alicju, forstöðumann Dvalarinnar alicja@skolar.fjardabyggd.is. Þar sem skólinn verður læstur og enginn kemst inn. Þeim börnum verður skilað við aðalinngang skólabyggingar. Börnum verður annars skilað út á skólalóð kl. 16:00, 16:15 og 16:30.

Vegna samkomubannsins eigum við leggja áherslu á eftirfarandi:

1. Foreldrar eiga ekki að koma inn í skólann með börnum sínum. Starfsmenn munu taka á móti nemendum í anddyri í byrjun skóladags og fylgja þeim þangað í lok dags.

2. Ef foreldri þarf bráðnauðsynlega að koma í skólann þá verður hann að gera vart við sig hjá ritara/skólastjórnendum, lögð er áhersla á handþott og sprittun.

3. Sú breyting verður á að skólinn opnar kl. 7:50 á morgnana fyrir fyrstu hópana en ekki kl. 7:30 eins og verið hefur.

4. Sé þörf á fundum með foreldrum verða þeir skipulagðir sem fjar- eða símafundir.

Markmiðið er að halda úti sem bestu skólastarfi í samkomubanni, með þeim takmörkunum sem nauðsynlegar eru. Nemendur geti þó vonandi haldið daglegri rútínu sem hjálpar þeim til aukinnar virkni.  Við leggjum okkur öll fram um að fylgja fyrirmælum yfirvalda um samkomubann og takmörkun á hópastærðum og því er nauðsynlegt að huga vel að afþreyingu barnanna eftir að skóla lýkur og virða takmarkanir samkomubanns.

Það skal tekið fram að þetta er skipulag í upphafi samkomubanns og getur tekið breytingum frá degi til dag. Því biðjum við ykkur um að fylgjast vel með tölvupósti og á heimasíðu skólans, www.grunnesk.is. Ef eitthvað er óljóst og einhverjar spurningar vakna þá endilega hafið samband við Ástu, astasv@skolar.fjardabyggd.is og Frissa, frissi@skolar.fjardabyggd.is

Með virðingu og von um gott samstarf  -   Starfsfólk Eskifjarðarskóla