Leitað er að lausnamiðuðum leiðtoga til að annast skipulagningu sérkennslu í skólanum.
Við Eskifjarðarskóla starfar samhentur hópur starfsfólks. Við skólann starfa 38 starfsmenn og í skólanum eru um 150 nemendur. Mikil áhersla er lögð á teymisvinnu á öllum sviðum skólastarfsins og sameiginlegri ábyrgð í starfi, ekki síst í stjórnendateymi, umsjónarkennarateymum og lausnarteymi skólans.
Í Eskifjarðarskóla er mikil áhersla lögð á velferð nemenda og starfsfólks og litið svo á að hún sé lykillinn að árangri í öllum verkefnum. Skólinn fylgir eineltisáætlun og vinnur samkvæmt uppeldisaðferðunum Uppeldi til ábyrgðar og ART. Skólinn tekur virkan þátt í ýmsu þróunarstarfi með öðrum skólum í Fjarðabyggð. Kjörorð skólans eru þekking, virðing, færni og áræði.
Staðan er laus frá 1. ágúst 2023. Launakjör eru samkvæmt samningi LN og KÍ.
Umsóknarfrestur er til 12.maí.
Umsóknum skal fylgja greinagott yfirlit yfir nám og störf, leyfisbréf til kennslu, ábendingar um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi.
Allir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.
Nánari upplýsingar veitir Sigrún Traustadóttir, skólastjóri, í síma 4709150, netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is
Lesa nánar hér.
Sækja um starfið hér.
Lambeyrarbraut 16 | 735 Eskifjörður Sími á skrifstofu: 4709150 Netfang: sigrun@skolar.fjardabyggd.is/johannag@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Símtölum í síma 470-9150 er svarað frá 7:45 til 13:30. |
Tilkynningar um veikindi nemenda: Á mentor síðu nemenda/ í síma:470-9150/ email: olla@skolar.fjardabyggd.is