27.10.2025
Síðastliðinn föstudag, 24. október, héldum við upp á Daga myrkurs í Eskifjarðarskóla. Nemendur og starfsfólk mættu í búningum í tilefni dagsins. Margir bekkir tóku þátt í að skreyta stofurnar með hryllilegum skreytingum – og þá sérstaklega hurðir bekkjarstofanna.
Lesa meira
22.10.2025
Eskifjarðarskóli ætlar að taka upp nýtt smáforrit til að halda utan um heimalesturinn hjá öllum bekkjum í skólanum eftir áramót og þá detta lestrarmiðarnir út. Við ætlum að taka prufukeyrslu á forritinu í lestrarspretti 3. nóvember - 24. nóvember.
Lesa meira
17.10.2025
Um var að ræða reglulega rýmingaræfingu sem tókst með ágætum. Þegar slíkt er æft er farið eftir ákveðnu skipulagi og allir safnast saman úti á sparkvelli. Æfingin gekk mjög vel og tók afar stuttan tíma að rýma skólann og allir fóru eftir rýmingaráætlun skólans.
Lesa meira
13.10.2025
Dagana 9. og 10. október voru haldnir skemmtilegir þemadagar í Eskifjarðarskóla. Þemað að þessu sinni var Eskifjörður og Ísland.
Lesa meira
07.10.2025
Þegar niðurstöður prófsins 2025 eru bornar saman við prófið frá 2024 kemur í ljós að nemendur hafa í heild bætt sig og ánægjulegt er að sjá, að þeir hafa á öllum stigum tekið framförum og lesa nú af meira öryggi og flæði.
Lesa meira
03.10.2025
Í dag var haldið Skólahlaup í fallegu haustveðri. Samtals hlupu allir bekkir 529 sem eru 48 hringir fleiri en í síðasta hlaupi.
Lesa meira
19.09.2025
Rýmingaráætlun Eskifjarðarskóla hefur verið uppfærð. Rýmingaráætlun kveður á um skýrar leiðir út úr skólanum, söfnunarstaði nemenda og hlutverk starfsfólks í neyðartilfellum.
Lesa meira
16.09.2025
Nemendur og starfsfólk Eskifjarðar nýttu daginn til útivistar í dag í björtu og fallegu veðri.
Lesa meira
12.09.2025
Nemendur í 5. og 6. bekk Eskifjarðarskóla fengu þann heiður að taka þátt í listfræðsluverkefninu Kjarval á Austurlandi, sem er á vegum BRAS 2025 í samstarfi við Skaftfell – listamiðstöð Austurlands.
Lesa meira
18.08.2025
Í ár verða haldnir kynningarfundir fyrir nemendur og foreldra 2. - 10. bekkjar í upphafi skólaárs í Eskifjarðarskóla, dagana 20. og 21. ágúst. Foreldrar og nemendur í 1. bekk bóka viðtalstíma á Mentor með umsjónarkennara, dagana 21. - 22. ágúst.
Lesa meira